Skip to product information
1 of 2

ILMKJARNABOX frá Nikura

ILMKJARNABOX frá Nikura

Regular price 9.900 ISK
Regular price Sale price 9.900 ISK
Sale Sold out
Skattur innifalinn

Einstaklega vönduð og falleg Nikura gjafasett, sem innihalda átta vinsælar ilmkjarnaolíur. Í settinu eru upplýsingar á íslensku um allar olíurnar og einnig uppskrift af tveimur ljúfum blöndum.


Ilmkjarnaolíur veita vellíðan og gleði. Þær eru öflugar, en í senn ljúfar og ilmandi. Þær hafa margvíslega virkni en hér eru valdar saman tegundir sem vinna í heild að betri líðan, andlegri jafnt sem líkamlegri.

  • Lavender:
    • Róandi og slakandi - vinnur gegn streitu og kvíða – bætir svefn 
  • Tea tree:
    • Sveppadrepandi – bakteríueyðandi - vinnur gegn myglu - hreinsar andrúmsloftið
  • Lemon:
    • Upplífgandi og hressandi - eykur einbeitingu og athygli - bakteríudrepandi
  • Lemongrass:
    • Bætir andlega líðan - frískandi og upplífgandi - eykur sjálfstraust og öryggi 
  • Peppermint:
    • Góð við höfuðverk – eykur vinnuorku og einbeitingu – góð gegn ógleði 
  • Bergamot:
    • Góð gegn kvíða og þunglyndi – hefur róandi áhrif - virkar bakteríudrepandi 
  • Cedarwood:
    • Styrkjandi fyrir taugakerfið – veitir tilfinningu um hreysti og heilbrigði – bakteríudrepandi – eflandi fyrir sjálfstraust
  • Geranium Oil:
    • Einstakur blómailmur – sérlega góð fyrir húð og hár – getur unnið gegn bólgum

Varúð! 

Notið aldrei ilmkjarnaolíur óblandaðar á húð, eða í baðvatn. Ávallt blanda í grunnolíu, t.d. möndlu eða kókosolíu.

Bergamot ilmkjarnaolían er mjög ljósnæm og ef hún er notuð á húð, þarf að varast sól í allt að 12 klst. Eftir notkun.

Ilmkjarnaolíurnar eru ekki ætlaðar til inntöku.

Uppskriftir af tveimur dásamlegum blöndum, sem má nota í ilmolíulampa eða nuddolíu.

Blanda fyrir styrk og andlegt jafnvægi:

  • Lavender 20 dropar
  • Lemongrass 10 dropar
  • Cedarwood 8 dropar

Blanda sem vinnur gegn kvíða og streitu:

  • Bergamot 15 dropar
  • Geranium 10 dropar
  • Lavender 5 dropar

 

View full details