Skip to product information
1 of 1

D3 vítamín - 4000 IU 30 frá viridian

D3 vítamín - 4000 IU 30 frá viridian

Regular price 3.900 ISK
Regular price Sale price 3.900 ISK
Sale Sold out
Skattur innifalinn

E

D vítamín stuðlar að:

  • viðhaldi beina, tanna, vöðva og ónæmiskerfis.
  • D vítamín eykur upptöku/nýtingu kalks og fosfórs.

Þekktasta afleiðing skorts á D vítamíni er beinkröm. Að sama skapi og óttinn við sólina hefur aukist og lífsstíll fólks einkennist nú meira af inniveru og kyrrsetu en áður, hefur skortur á D vítamíni aldrei verið meiri. Húðin getur ekki framleitt D vítamín ef hún er stöðugt varin með sólarvörn eða fatnaði. M.a. er talið að sólvörn af styrkleikanum SPF15 dragi úr þessum hæfileikum húðarinnar um meira en 95%.

Hvergi hefur verið vart meiri skorts á D vítamíni en hjá eldra fólk og fólki búsettu í Asíu en það fólk klæðir gjarnan af sér sólina. Þá er þekkt að fólk á norðurslóðum skortir gjarnan D vítamín.  Uppspretta D vítamíns í mat er gjarnan í eggjum og feitum fiski og D vítamín bættri fæðu.  D3 vítamín er lang oftast unnið úr lanólíni sem er ullarfita af kindum. D3 vítamínið í Virdian er hins vegar unnið úr sérlega D vítamínríkum trjáfléttum/skófum sem nýtist líkamanum afar vel.

30 hylki - 4000 iu í hverju hylki.

Virdian er margverðlaunað fyrirtæki fyrir einstök gæði og hugmyndaauðgi og hefur hvað eftir annað hlotið fyrstu verðlaun; Natural & Organic Award, á virtustu heilsusýningu heims, fyrir bestu vítamín-, bætiefni, jurtir og drykkjarblöndunar í Evrópu.

Það er ágætt fyrir okkur mörg að vita að 50% af þeim töflum/vítamínum sem eru á markaðnum í dag innihalda aukaefni, lím eða bindiefni sem halda töflunum / hylkjum saman. Fyrir magra er þetta býsna leiðinleg staðreynd en aðra, sem eru viðkvæmir fyrir þessum efnum, er þetta því miður raunverulegt vandamál. Virdian vítamínin og bætiefnin eru aðeins framleidd í hylkjum sem búin eru til úr aðalbláberjum, spirulina og alfaafla. En með því að að forðast að nota öll óhrein aukaefni (nasties) hefur Viridian tekist að sýna fram á að það er mögulegt að framleiða og búa til vítamín sem hæfa flestum.

Svo er hitt ekki síður mikilvægt en það er að Viridian, sem er farsælt fjölskyldufyrirtæki, leggur ríka áherslu á að láta gott af sér leiða, svo með því að kaupa Viridian eruð þið líka að leggja öðrum lið, því fyrirtækið gefur talsverða fjármuni til góðgerðarmála (systrasamlagið).

 

View full details